Ég hef verið ofurviðkvæm fyrir umhverfi mínu, frá því ég man eftir mér. Ég byrjaði 2006 að prjónamæla hús, þar sem ég greini jarðorkuna og leiðrétti hana eftir bestu getu. Að lifa með ofurnæmni og viðkvæmni er ekki auðvelt. Það hefur leitt til þess að ég hef þurft að endurskoða líf mitt frá grunni og hvernig vil ég lifi mínu lífi ásamt því hvaða fólk maður vill hafa í kringum sig.
Árið 2016 var urðu vatnaskil, en þá endurskoðaði ég tengsl og samskipti við marga í kringum mig. Einnig lenti ég í tveimur slysum sem varð til þess að ég var illa ferðafær í nær 1 ár, en þá fór ég í algera naflaskoðun en samhliða henni stundaði ég hugleiðslu reglulega.
Í framhaldi að því hitti ég Jamye Price https://jamyeprice.com/ sem er heilari og ljósmiðlari. Það var ekki aftur snúið. Það opnaðist fyrir ljósmiðlun hjá mér og hefur ekki stoppað síðan. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og tek á móti þessri opnun með auðmýkt. Ljósmiðlun mun ég nota til að hjálpa fólki sem er að takast á við erfiðar aðstæður og hindranir í lífinu. Ég hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni með ljós og kærleik.